Fimmtudagur 17. apríl 2025

Vestfirðir: íbúafjölgun umfram landsmeðaltal

Auglýsing

Íbúum með lögheimili á Vestfjörðum hefur fjölgað um 0,3% síðustu fjóra mánuði, sem er umfram landsmeðaltalsfjölgun á sama tíma. Fjölgunin á landsvísu var 0,2% frá 1. desember 2024 til 1. apríl 2025.

Mest var fjölgunin á Suðurlandi 0,6% og síðan 0,3% á höfuðborgarsvæðinu og á Vestfjörðum. Veruleg fækkun varð á tveimur landssvæðum. Á Suðurnesjum fækkaði íbúum um 0,8% og um 0,7% á Austurlandi.

Á Vestfjörðum fjölgaði um 22 íbúa og þar af varð 13 manna fjölgun í Súðavík sem gerir 5,8% fjölgun á þessum fjórum mánuðum. Er það mesta hlutfallslega fjölgunin á landinu á þessum tíma.

Þá fjölgaði um 8 manns í Vesturbyggð en í Strandabyggð fækkaði um 6 manns.

Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing
Auglýsing

Fleiri fréttir