Fimmtudagur 8. maí 2025

Uppákomur í Súðavíkurskóla

Barnamenningarhátíðin Púkinn stóð yfir frá 31.mars til 11.apríl sl. Á þessum tíma er mikið menningarlíf í vestfirskum skólum og börnin í aðalhlutverki.

Í Súðavíkurskóla unnu nemendur meðal annars stuttmynd út frá þjóðsögum héðan úr hreppnum. En þriðjudagurinn 8.apríl var heldur betur öðruvísi. Við fengum leikkonuna Birgittu Birgisdóttur í heimsókn en hún var með valdaeflandi leiklistasmiðju og kenndi okkur ýmislegt skemmtilegt, m.a. leiki og leikrit. Okkur fannst hún fyndin, skemmtileg, jákvæð og frábær manneskja.

Sama dag komu hinir frábæru Frach bræður með tónlistarverkefnið ,,Árstíðir,,. Þeir bræður eru frá Ísafirði og algjörir snillingar. Þrátt fyrir að vera með klassískt tónlistarverkefni þá kom það okkur flestum á óvart, hversu skemmtilegt og frábært þetta var og eitthvað nýtt.  Þeir bræður voru fyndnir, skemmtilegir og sýndu okkur allskonar útfærslur tónlistar sem var frábær upplifun. Við fengum líka að taka þátt í verkunum og það var æðislegt. Við erum afar ánægð með heimsóknirnar sem við fengum, takk fyrir okkur.

Nemendur Súðavíkurskóla

Auglýsing

Fleiri fréttir

Auglýsing

Fleiri fréttir