Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi fyrir Arctic Smolt hf. vegna fiskeldis á landi í Norðurbotni í Tálknafirði.
Um er að ræða nýtt rekstrarleyfi fyrir 2.400 tonna hámarkslífmassa vegna seiðaeldis á laxi og regnbogasilung. Rekstaraðili er með leyfi fyrir allt að 1.000 tonna hámarkslífmassa að Norðurbotni.
Framkvæmdin var tilkynnt til Skipulagsstofnunar sem mat það svo að fyrirhuguð framkvæmd væri ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif. Framkvæmdin væri því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Athugasemdir við tillöguna skulu vera skriflegar og sendar Matvælastofnun.