Þriðjudagur 15. apríl 2025

Þjóðlendukröfur ríkisins: 96 m.kr kostnaður við eyjar og sker

Auglýsing

Áfallinn kostnaður vegna aðkeyptrar þjónustu fyrir óbyggðanefnd í tengslum við kröfulýsingu ríkisins fyrir svæði 12 sem nær til eyja og skerja nemur samtals 96.351.588 kr. og dreifist á þrjú ár þannig að á árinu 2023 var kostnaðurinn 34 m.kr., og 55 m.kr. næsta ár og 7 m.kr. á þessu ári.

Þetta kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðherra á alþingi við fyrirspurn frá Bergþóri Ólasyni alþm. um kostnað við kröfur um þjóðlendur.

Stærstur hluti greiðslna hefur runnið til Juris lögmannsstofu eða sem nemur 91.281.076 kr. Þá hafa 5.070.512 kr. verið greiddar til teiknistofunnar Landforms vegna kortavinnu.
Kostnaður vegna upphaflegrar kröfulýsingar sem skilað var 2. febrúar 2024 til óbyggðanefndar nam 48.047.371 kr.
Eftir að upphaflegum kröfulýsingum var skilað til óbyggðanefndar var af hálfu óbyggðanefndar hafin vinna við að afmarka svæði 12 betur með aðstoð og samstarfi ýmissa aðila sem almennt koma að kortagerð. Afrakstur þeirrar vinnu er kortasjá sem byggist á nokkrum kortagrunnum og loftmyndum, flokkað eftir bestu heimildum á hverjum stað, og sýnir fjörumörk umhverfis landið.
Þegar þeirri vinnu var lokið hófst endurskoðun á þjóðlendukröfum íslenska ríkisins og var endurskoðuð kröfulýsing lögð fram 9. október 2025. Áfallinn kostnaður við þessa vinnu eftir 2. febrúar 2024 nemur 46.551.450 kr. Eftir þann tíma hefur fallið til kostnaður við að fara yfir kröfulýsingar gagnaðila og svara fyrirspurnum óbyggðanefndar, sem nemur 1.752.767 kr. Þar sem málsmeðferðinni fyrir óbyggðanefnd er ekki lokið vegna svæðis 12 má gera ráð fyrir að einhver frekari kostnaður muni falla til þar til óbyggðanefnd hefur lokið sínum störfum fyrir næstu áramót samkvæmt gildandi lögum.

 Þegar svæði 12 var afmarkað og opnað af óbyggðanefnd lágu ekki fyrir upplýsingar um afmörkun stórstraumsfjöruborðs og svæðið var því einungis afmarkað með grófri línu umhverfis meginlandið.


Í einhverjum tilvikum voru talin upp nöfn á svæðum í kröfulýsingu sem síðar reyndust vera innan meginlandsins, flest með landfyllingu eða tengingu við land sem ekki mátti sjá á kortum eða eru hólmar í ósum. Þar sem þessi svæði innan meginlandsins voru utan afmörkunar óbyggðanefndar á svæðinu þá voru þau í reynd undanskilin kröfu íslenska ríkisins. Þess ber þó að geta að í mörgum tilvikum þar sem athugasemdir voru gerðar var um að ræða fleiri en eitt svæði sem báru sama nafn, bæði á meginlandi og í sjó.

Auglýsing

Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing
Auglýsing

Fleiri fréttir