Það styttist í Fossavatnsgönguna þetta elsta skíðamót landsins.
Fyrst var keppt árið 1935 og síðan þá hefur Fossavatnsgangan verið stærsta skíðagöngumót hvers árs og Ísafjörður miðstöð skíðagöngu.
Æfingaáætlunin, hvort sem þú ert trimmari eða keppnismanneskja, gengur út á að vera í besta forminu í Fossavatnsgönguvikunni. Að göngunni lokunni er kaffihlaðborð og að loknu fiskihlaðborði er slegið upp balli til að fagna árangrinum.
50 km gangan á laugardeginum er megingangan, en einnig er keppt í styttri vegalengdum, göngu með frjálsri aðferð og næturgöngu. Allir geta, óháð getu, fundið sér áskorun við hæfi.
Göngunni hefur aldrei verið aflýst vegna snjóleysis enda alltaf hægt að finna snjó á heiðum.
