Miðvikudagur 23. apríl 2025

Tæplega 900 umsóknir um strandveiðileyfi

Auglýsing

Umsóknarfresti um leyfi til strandveiða lauk í gær, 22. apríl og nú þegar hafa um 700 leyfi verið veitt. Af þeim tæplega 900 umsóknum sem bárust á enn eftir að afgreiða um 200 umsóknir.

Þessi mikli fjöldi umsókna hefur í för með sér aukið álag á stofnunina og því mun starfsfólk Fiskistofu ekki taka við símtölum vegna strandveiða föstudaginn 25. apríl heldur einbeita sér að úrlausn óafgreiddra umsókna.

Útgerðaraðilar eru því hvattir til að senda fyrirspurnir og erindi í tölvupósti á fiskistofu sé eitthvað óljóst varðandi þeirra umsókn.

Á síðasta ári fengu 764 bátar út­gef­in strand­veiðileyfi en 756 bát­ar komu með afla að landi.

Auglýsing

Auglýsing
Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing

Fleiri fréttir