Miðvikudagur 23. apríl 2025

Samfylkingin: innleiðum réttlát auðlindagjöld

Auglýsing

Samfylkingin hélt landsfund um þarsíðustu helgi. Í stefnuræðu formanns flokksins Kristrúnar Frostadóttur vék hún að helstu stefnuatriðum flokksins í núverandi ríkisstjórnarsamstarfi.

Um auðlindagjöldin sagði hún í ræðu sinni:

„Við sögðumst ætla að innleiða almenn og réttlát auðlindagjöld. Og þetta er það sem við erum að gera. Við erum að leiðrétta veiðigjöldin og það munar um minna. Næsta haust ætlum við að samþykkja ný lög um lagareldi á Íslandi – sem tryggir að nýtingarréttur í sjókvíaeldi verður tímabundinn, ekki varanlegur eins og síðasta ríkisstjórn vildi. Ströngustu umhverfiskröfum verður fylgt og þjóðin fær réttlátt gjald fyrir nýtingu á fjörðum landsins.“

Kristrún vék að fleiri auðlindagjöldum og nefndi þar orkuvinnslu og ferðaþjónustu:


„Í haust munum við líka taka upp almenn auðlindagjöld af orkuvinnslu – sem renna að hluta til nærsamfélags, óháð eignarhaldi og hvort sem verið er að vinna vatnsafl, jarðvarma, vind eða aðra orkugjafa.
Á næsta ári ætlum við svo að taka upp auðlindagjald með álagsstýringu í ferðaþjónustu – sem getur verið breytilegt eftir árstíma og staðsetningu, svo hægt sé að undanskilja landsvæði þar sem álag af ferðaþjónustu er lítið.“

Auknar samgönguframkvæmdir

Þá kom fram í ræðu hennar að ætlunin væri að stórauka fjárfestingu í innviðum og verðmætasköpun :

„Oft var þörf en nú er nauðsyn. 7 milljarða viðbót í vegabætur strax árið 2026 og svo tröppum við okkur upp á kjörtímabilinu. Við höfum boðað stofnun innviðafélags um stærri nýframkvæmdir í samgöngumálum. Meðal annars til að rjúfa stóra jarðgangastoppið frá 2017 sem síðasta ríkisstjórn bauð þjóðinni upp á. Við ætlum að byrja aftur að bora.“

Auglýsing

Auglýsing
Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing

Fleiri fréttir