Pálmi BA 30 er hér að draga netin á Breiðafirði á vetravertíðinni 1983. Þarna var maður vopnaður Kodak fermingarmyndavélinni og gæðin eftir því.
Pálmi BA 30 hét upphaflega Sigurbjörg ÓF 1 og var smíðaður í Slippstöðinni á Akureyri árið 1966 fyrir Magnús Gamalíesson á Ólafsfirði.
Sigurbjörg ÓF 1 var seld vestur á Patreksfjörð árið 1979 en sama ár var hún skráð með ÓF 30 enda ný Sigurbjörg ÓF 1 flota Ólafsfirðinga það ár. Kaupandinn var Blakkur hf. á Patreksfirði.
Pálmi BA 30 var seldur austur á Neskaupsstað árið 1983 og fékk hann þar nafnið Fylkir NK 102
Af skipamyndir.com