Opnuð tilboð í flug á Bíldudal og Gjögur

Í dag rekur Norlandair þrjár Twin Otter vélar, þrjár Beech 200 King Air og eina Air Van útsýnisvél

Vegagerðin bauð nýlega út rekstur á áætlunarflugi – sérleyfissamnin – á eftirfarandi flugleiðum:

1. (F1) Reykjavík – Gjögur ‐ Reykjavík
2. (F2) Reykjavík – Bíldudalur ‐ Reykjavík

Samningstími er 3 ár, frá 16. nóvember 2025 til 15. nóvember 2028, með möguleika á framlengingu tvisvar sinnum, eitt ár í senn.

Útboðsgögnin voru aðgengileg í rafræna útboðskerfinu TendSign og átti að skila tilboðum rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 1. apríl 2025.

Styrkfjárhæð fyrir báðar flugleiðirnar (F1) og (F2) er kr. 990.000.000 fyrir heildarvekið (3. ár)


Aðeins eitt tilboð barst og var það frá Norlandair, Akureyri og var vegið einingaverð á sæti kr. 45.501 án VSK

DEILA