Ný stjórn SFS: þrír frá vestfirskum fyrirtækjum

Í gær að tilkynnt um nýja 19 manna stjórn samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS. Nýr formaður er Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims og tekur hann við af Ólafi Marteinssyni, aðstoðarforstjóra Ísfélags hf.

Þrír fulltrúar eru frá vestfirskum fyrirtækjum.

Það eru Kristján G. Jóakimsson, aðstoðarfram­kvæmda­stjóri Hraðfrysti­húss­ins – Gunn­var­ar hf., Daníel Jakobsson, fram­kvæmda­stjóri viðskipta og þró­un­ar Arctic Fish hf. og Linda Björk Gunn­laugs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri sölu- og flutn­inga Arn­ar­lax ehf.

Athygli vekur af tveir af þremur fulltrúnum eru frá laxeldisfyrirtækjunum á Vestfjörðum, Arnarlaxi og Arctic Fish.

DEILA