Laugardagur 12. apríl 2025

Náttúrustofa Vestfjarða: opinber framlög aðeins 41 m.kr. af 144 m.kr. tekjum

Auglýsing

Ársreikningur Náttúrustofu Vestfjarða fyrir 2024 hefur verið lagður fram. Athygli vekur að af 144 m.kr. tekjum ársins eru opinber framlög aðeins tæplega 41 m.kr. Frá ríkinu komu 31 m.kr. og frá sveitarfélögunum rúmar 9 m.kr.

Seld þjónusta skilaði 63 m.kr. í tekjur og fengnir styrkir voru 23 m.kr.

Afkoma ársins var jákvæð um 2,1 m.kr.

Stærsti útgjaldaliður var laun og tengd gjöld sem nam 110 m.kr. Stöðugildin á árinu voru 10.

Náttúrustofa Vestfjarða starfar samkvæmt lögum um Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur og samkvæmt rekstrarsamningi milli Bolungarvíkurkaupstaðar, Ísafjarðarbæjar, Strandabyggðar, Súðavíkurhrepps, Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar annars vegar og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins hins vegar frá 29. apríl 2019.

Hlutverk Náttúrustofu Vestfjarða samkvæmt lögum (60/1992) er:
að safna gögnum, varðveita heimildir um náttúrufar og stunda vísindalegar náttúrurannsóknir,
einkum í þeim landshluta þar sem náttúrustofan starfar.

  • að stuðla að æskilegri landnýtingu og náttúruvernd og veita fræðslu um umhverfismál og náttúrufræði og aðstoða við gerð náttúrusýninga.
  • að veita náttúruverndarnefndum á starfssvæði stofunnar upplýsingar og ráðgjöf á verksviði stofunnar
    samkvæmt ákvörðun stjórnar náttúrustofu hverju sinni.
  • að veita ráðgjöf, sinna rannsóknum og sjá um vöktun gegn greiðslu á verksviði stofunnar að beiðni
    sveitarfélaga, ríkis eða stofnana þeirra, einstaklinga, fyrirtækja eða annarra aðila.
  • að annast almennt eftirlit með náttúru landsins, sbr. 7. gr. náttúrverndarlaga nr. 44/1999, einkum í þeim landshluta þar sem náttúrustofan starfar.

Auglýsing

Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing

Fleiri fréttir