Sýning í Mjólkurbúðinni á Akureyri. Föstudagur 11. apríl kl. 17:00
Listatvíeykið Blik saman stendur af Ólöfu Dómhildi Jóhannsdóttur og Solveigu Eddu Söebech Vilhjálmsdóttur.
Á sýningunni leiða listakonurnar saman verk sín sem eru í formi málverks, ljósmynda, skúlptúra og innsetninga í marglaga samtal um viðkvæmni, efni og mörk. Solveig Edda sýnir olíumálverk, skúlptúra og innsetningu, en Ólöf Dómhildur ljósmyndaverk unnin með bleki í anda handmálunnar, skúlptúra og innsetningu, ljósmyndir teknar á Vestfjörðum og norðurlandi. Verkin vinna með tengsl yfirborðs og dýptar, efnis og upplausnar, hins sýnilega og þess sem leynist undir.
Sýningin opnar með gjörningi þar sem vatn, ljós og hreyfing hafa áhrif á upplifun áhorfandans á yfirborðinu. Í gjörningnum kanna listakonurnar mörk með því að dýfa höfði í vatn – þar sem augnablikið á milli öndunar og kyrrðar verður að táknmynd tilverunnar.

Solveig Edda
Listakonur ólust upp í Reykjavík, en fluttu vestur á Ísafjörð á fullorðins árum og starfa þar í myndlist meðfram öðrum störfum. Leið þeirra liggur nú norður að sýna afrakstur síðustu 2 ára. Með sýningunni vilja þær skapa rými fyrir hugleiðingu og dýpri tengingu í gegnum efni, ljós og næmni – bæði áhorfanda og rýmis.
Blik sameinar tveggja áratuga reynslu Ólafar og Solveigar í myndlist. Hvor um sig hefur sérhæft sig í sínum miðli Ólöf, ljósmyndun og Solveig, málverki, en í sameiginlegum verkum þeirra í Blik verða þessi miðlar hluti af opnu samtali þar sem næmni, efni og umbreyting eru í forgrunni.

Ólöf Dómhildur.
Staður: Mjólkurbúðin Kaupvangsstræti 12, 600 Akureyri.
Opnun föstudagur 11. apríl kl. 17:00 Léttar veitingar verða í boði.
11.–19. apríl 2025 kl. 14-17 alla daga
Aðgangur ókeypis og er opin öllum
facebook viðburður
https://fb.me/e/5sWTaFwix