Fyrir skömmu var komið dauðum hröfnum til Matvælastofnunar til rannsóknar. Hræin fundust á Ísafirði. Stofnunin hafði skömmu áður , þann 21. mars birt tilkynningu, þar sem vakin var athygli á því að farfuglar væru um þessar mundir að flykkjast til landsins og þeir koma frá slóðum þar sem töluvert hefur verið um inflúensusýkingar í fuglum. Það er því talin nokkuð mikil hætta á að nýjar veirur berist með þeim.
Jafnfram sagði að töluvert hafi dregið úr tilkynningum til Matvælastofnunar um dauða villta fugla og greiningar í þeim hafa verið fáar undanfarnar vikur sem stofnunin túlkar sem vísbendingu um að dregið hafi úr fuglainflúensusmiti.
Afdrif dauðu hrafnanna á Ísafirði urðu hins vegar þau samkvæmt svari Mast að Þegar héraðsdýralæknir spurðist fyrir um hrafnshræin í framhaldi af fyrirspurn Bæjarins besta var búið að henda þeim þannig að það náðist ekki að taka sýni úr þeim.