Laugardagur 12. apríl 2025

Leyfi á haf- og strandsvæðum birt í vefsjá

Auglýsing

Skipulagsstofnun hefur nú birt leyfi fyrir framkvæmdum og starfsemi á haf- og strandsvæðum í sérstakri vefsjá. Þar er strandsvæðisskipulag Austfjarða og Vestfjarða jafnframt birt.

Birting leyfa á vef Skipulagsstofnunar er samkvæmt lögum um skipulag haf- og strandsvæða þar sem kveðið er á um að leyfisveitendur skulu senda Skipulagsstofnun upplýsingar um útgefin leyfi á haf- og strandsvæðum og að stofnunin birti þau í vefsjá.

Vefsjáin birtir leyfi sem eru aðgengileg sem landupplýsingar og byggja upplýsingarnar á gögnum þeirra stofnanna sem veita leyfin. Leyfin eru sett fram sem punktar og sýna staðsetningu leyfanna út frá miðpunkti hvers svæðis. Frekari upplýsingar um leyfin og nákvæmari afmörkun þeirra má nálgast hjá viðkomandi leyfisveitendum.

Með því að birta útgefin leyfi á einum stað fæst betri yfirsýn yfir þá starfsemi sem stunduð er á haf- og strandsvæðum og betra tækifæri til að fylgjast með þróun hennar.

Er þetta fyrsta útgáfa af vefsjánni og má vænta þess að framsetning muni þróast og að fleiri tegundir leyfa bætist við.

Strandsvæðisskipulagssjá

Auglýsing

Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing

Fleiri fréttir