Tilkynnt var í gær um nýja stjórn Landsnets, fyrirtækis í eigu ríkisins sem annast flutning á raforku um landið. Allri stjórn fyrirtækisins var skipt út og nýir stjórnarmenn tóku sæti. Alls eru fimm stjórnarmenn og tveir til vara.
Athygli vekur af sjö nýjum stjórnar- og varastjórnamönnum eru sex þeirra búsettir á höfuðborgarsvæðinu, flestir í Reykjavík. Aðeins einn stjórnamanna er búsettur utan höfuðborgarsvæðisins. Það er Harpa Þ. Böðvarsdóttir sem er til heimilis í Þorlákshöfn.
Í tilkynningu Landsnets segir að stjórn Landsnets hafi verið valin „á grunni nýs verklags um val á einstaklingum til stjórnarsetu í fyrirtækjum sem eiga að tryggja að tilnefndir stjórnarmenn veljist á grundvelli hæfni, menntunar eða reynslu. Þar er líka kveðið á um að stjórnarmenn skulu vera óháðir fyrirtækinu og stjórnendum þess, séu hvorki starfsmenn fyrirtækisins né kjörnir fulltrúar á Alþingi eða í sveitarstjórnum.“