Knattspyrna: Páskanámskeið Vestra 14.-16. apríl

Knattspyrnudeild Vestra heldur námskeið í páskavikunni (dymbilvikunni) á Kerecisvellinum á Ísafirði.

Námskeiðið er fyrir öll börn fædd 2011-2018.  Um er að ræða námskeið með einstaklingsmiðuðum æfingum og leikæfingum í smáum hópum. Æfingarnar eru tvær á dag, 75 mín í hvert skipti, samtals 6 æfingar fyrir hvern og einn iðkanda.

ÞJÁLFUNARMARKMIÐ NÁMSKEIÐSINS

Þjálfa færni og  sköpunargleði hjá iðkendum.

Gera leikinn skemmtilegan í æfingum og í leik.

Þjálfa góðan íþróttaanda og virðingu innan og utan vallar.

Virða sigur en ekki meira en gott hugarfar og frammistöðu.

Bjóða upp á öruggt og lærdómsríkt umhverfi sem mætir best þjálfunarmakmiðunum.

Skráning er hafin og fer fram í Sportabler

Einnig er hægt að skrá iðkendur á námskeiðið með því að senda tölvupóst á netfangið heidarbirnir@vestri.is

Verð kr. 15.000,-

Yfirþjálfari verður Heiðar Birnir og munu aðrir þjálfarar koma frá knattspyrnudeild Vestra.

DEILA