Næsti leikur Vestra er á morgun, föstudaginn langa, í sól og blíðu á Kerecisvellinum á Torfnesi kl.16:00. Varla til betri leiktími fyrir knattspyrnuleik á norðanverðum Vestfjörðum.
Andstæðingur okkar að þessu sinni er HK frá Kópavogi í 32-liða úrslitum Mjólkurbikar karla.
Það verða grillaðir hamborgarar til sölu og Candyfloss vél félagsins verður vígð.
Miðasala er hafin í Stubb.
Samúel Samúelsson, formaður knattspyrnuráðs karla hjá Vestra var vígreifur eftir góða byrjun Vestra í Bestu deildinni þegar Bæjarins besta ræddi við hann. Allir leikmenn heilir og í góðu standi og liðið nær vel saman. Hvatti hann Vestfirðinga til þess að mæta vel á Kerecis völlinn og fylla stúkuna.