Á Fjórðungsþingi Vestfirðinga sem haldið var á miðvikudaginn var Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri kosin í kjörbréfanefnd sambandsins í stað Örnu Láru Jónsdóttur, sem sagt hefur af sér sem bæjarfulltrúi og þar með misst kjörgengi. Nýr varamaður var kosinn í stað Sigríðar Júlíu og er það Kristján Þ. Kristjánsson, Ísafjarðarbæ.
Þórkatla Soffía í stjórn
Þá varð einnig breyting á skipan stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga. Tryggvi B. Baldursson fulltrúi Vesturbyggðar í stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga hefur fengið lausn frá störfum í bæjarstjórn og sagt sig frá stjórnarsetu vegna veikinda og í hans stað var Þórkatla Soffía Ólafsdóttir, bæjarfulltrúi í Vesturbyggð kjörin í stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga á þinginu.
