Íslensk fiskiskip voru 1.531 talsins í lok árs 2024

Frá Bolungarvík

Hérlendum fiskiskipum hefur hefur fækkað á undanförnum árum samkvæmt gögnum frá Samgöngustofu og voru 1.531 í árslok 2024. Fjöldi smábáta er 820 og hefur haldist mjög svipaður síðustu árin. Flestir smábátar eru á bilinu frá 3-7 tonn og um 88% smábátanna eru yfir 20 ára gamlir.

Togurum hefur hins vegar fækkað jafnt og þétt á síðustu árum en þeir voru 70 árið 2004 en voru 37 á síðasta ári. Þá hefur vélskipum einnig fækkað með árunum, voru 869 árið 2004 en eru nú 675 talsins.

DEILA