Þriðjudagur 22. apríl 2025

Ísafjörður – Tonn af textíl í hverjum mánuði

Á heimasíðu Ísafjarðarbæjar er sagt frá því að árið 2024 hafi safnast 14.379 kg af textíl í textílgáma bæjarisns eða um 1,2 tonn á mánuði. Það sem af er þessu ári hafa safnast 3.394 kg.

Síðan í byrjun árs 2024 eru sveitarfélög skyldug til að safna textíl.

Kostnaður við förgun á hverju kílói af textíl er 140 kr. sem gerir þá um 2.000.000 kr. á ári, en þá er ekki talin vinna starfsfólks við losun grenndargámanna.

Það gerist því miður ítrekað að textílgámarnir á Ísafirði eru sneisafullir á laugardegi, þrátt fyrir að hafa verið tæmdir á föstudegi. Í gámunum má oft finna fatnað sem ekki hefur verið tekinn úr umbúðunum og er því greinilega heill og ónotaður. 

Það að heil og ónotuð föt skili sér í textílgámana bendir til þess að margir kaupi meira af fötum en þeir raunverulega þurfa.

Íbúar eru því hvattir til að staldra við áður en ný föt eru keypt:

Auglýsing

Auglýsing
Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing

Fleiri fréttir