Fyrir þá sem langar að læra undirstöðuatriði í hekli verður tveggja tíma námskeið fyrir BYRJENDUR á Bókasafninu Ísafirði miðvikudaginn 9. apríl kl. 17:00 -19:00.
Farið verður í nokkur grunnatriði á borð við að halda á heklunál, ýmsar gerðir heklunála og grófleika á bandi. Heklaðar verða mismunandi keðjur til að sýna grunnlykkjurnar og heklaðar nokkrar dúllur.
Nokkur heklverkefni verða til sýnis sem gaman er að skoða til að fá innblástur.
Garn verður á staðnum en gott er að koma með heklunál, helst í stærð 2,5-3,5.
Námskeiðið er ókeypis. Til að áætla fjölda og tryggja pláss mælum við með að senda póst á bokasafn@isafjordur.is