Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að taka lægsta tilboði í hvern þriggja þátta í upplýsingatækniþjónustu til næstu þriggja ára.
Samtals eru tilboðin 103 m.kr. á tímabilinu. Kostnaðaráætlun var 122 m.kr. og eru því tilboðin 16% undir áætluninni.
Í minnisblaði verkefnisstjóra og bæjarritara til bæjarráðs kemur fram að mánaðarlegur kostnaður geti lækkað í 2.859.772 kr., sem samsvarar um 50,2% lækkun frá stöðunni í maí 2024 þegar hann nam 5.743.909 kr. Ávinningurinn byggir ekki einungis á útboðsferlinu, heldur á stöðugri kostnaðargreiningu, endurmati á þjónustuþörf og fækkun verkefna sem krefjast utanaðkomandi sérfræðiaðstoðar segir í minnisblaðinu. Ef samningsforsendur ganga eftir er heildarhagræðing metin á tæplega 35 milljónir króna á ársgrundvelli.
Origo, Snerpa og Advanina lægstbjóðendur
Óskað var eftir tilboðum og auglýst á TED, auglýsingavettvangi Evrópusambandsins og
utbodsvefur.is í eftirfarandi þjónustuliði:
a) Fjar- og vettvangþjónustu
b) Hýsingar– og rekstrarþjónusta
c) Netrekstur
