Þriðjudagur 29. apríl 2025

Ísafjarðarbær: styrkir íþróttasvið við M.Í.

Auglýsing

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði samningur til fjögurra ára um stuðning Ísafjarðarbæjar við Menntaskólann á Ísafirði, um stuðning við íþróttasvið MÍ.

Samkvæmt samningnum mun Ísafjarðarbær veita MÍ árlegan fjárhagslegan stuðning vegna áranna 2026-2029, að fjárhæð kr. 1.911.613, sem ætlaður er til greiðslu launa þjálfara í þeim íþróttagreinum sem í boði eru.
Styrkurinn er greiddur í tveimur hlutum ár hvert, að vori og hausti, og skal fyrsta greiðsla fara fram að vori

Bærinn leggur auk þess til tíma í íþróttahúsinu á Torfnesi í samráði við forstöðumann íþróttamannvirkja. Fjöldi tíma á viku er á bilinu 4–6, eftir því sem starfsemi íþróttasviðsins krefst hverju sinni.

Ísafjarðarbær hefur stutt afreksíþróttabrautina við Menntaskólann á Ísafirði frá 2018. Bolungavíkurkaupstaður og Súðavíkurhreppur hafa einnig greitt styrki frá upphafi og er miðað við íbúafjölda. Bolungarvík veitir einnig gjaldfrjáls afnot af sundlauginni sinni vegna sundæfinga á
íþróttasviðinu.

Fram kemur í minnisblaði sviðsstjóra skóla- og íþróttasviðs að útlitið fyrir árið 2026 er ekki bjart hjá M.Í. þar sem boðaður er niðurskurður í framhaldsskólakerfinu upp á 1,5 milljarð. MÍ heldur úti
dýru iðnnámi og enn vantar töluvert fjármagn til reka það. Það er því ekki hægt að sækja neitt auka fjármagn frá ríkinu fyrir íþróttasviðinu og einu kostirnir til að reka það áfram er að fá styrk frá sveitarfélögum eða með því að skera niður aðrar námsleiðir innan skólans.

Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing

Fleiri fréttir