Miðvikudagur 16. apríl 2025

Ísafjarðarbær: griðasvæði hvala verði í Djúpinu

Auglýsing

Bæjarráð Isafjarðarbæjar leggur til að stór hluti Ísafjarðardjúps verði lokað fyrir hrefnuveiðum. Í bókun bæjarráðsins sem samþykkt var á fundi þess í gær segir að bæjarráðið telji að griðasvæði sem næði yfir allt Ísafjarðardjúp væri of takmarkandi fyrir hvalveiðar sem leyfi hafa verið gefin út fyrir.

„Bæjarráð telur að hægt væri að ná sama markmiði með því að stofna griðasvæði sem væri innan svæðis sem afmarkað er af Stigahlíð, Vébjarnarnúpi, Innra Skarði á Snæfjallaströnd, Ögurnesi, Folafæti og Arnarnesi. Þar sem hvalaskoðun er ekki enn stunduð allt árið mætti griðasvæðið gilda frá maíbyrjun til septemberloka. Góð samskipti milli hvalveiðifyrirtækis og hvalaskoðunarfyrirtækja eru mikilvæg hvernig sem niðurstaða ráðuneytisins verður.“

Bæjarráðið áréttar fyrri bókun sína í málinu að heppilegast væri að ákvörðun um samspil hvalaskoðunar og hvalveiða fari fram á vettvangi strandsvæðaskipulags.

Auglýsing

Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing
Auglýsing

Fleiri fréttir