Þriðjudagur 15. apríl 2025

Ísafjarðarbær: aukið fiskeldi þýðir fólksfjölgun

Auglýsing

Í húsnæðisáætlun Ísafjarðarbæjar kemur fram að aukið fiskeldi og vöxtur í starfsemi Kerecis leiði af sér fólksfjölgun í sveitarfélaginu vegna atvinnuuppbyggingarinnar sem því fylgi. Gerðar eru þrjár spár um mannfjöldaþróun.

Háspá gerir ráð fyrir fólksfjölgun ef væntingar um atvinnuuppbyggingu ganga eftir, þá sér í lagi ef áhrif fiskeldis fer að gæta í ríkari mæli á Flateyri. Er þar horft til skýrslu KPMG “Greining á áhrifum fiskeldis á Vestfjörðum”, sem unnin var fyrir Vestfjarðarstofu 2021. Miðað er við að í lok spátímans verði alin 30.000 tonn af fiski í sveitarfélaginu.

Miðspá gerir ráð fyrir lítilsháttar fólksfjölgun og að væntingar nái ekki að ganga fram að fullu.

Lágspá gerir ráð fyrir að væntingar um atvinnuuppbyggingu rætist ekki og byggðaþróun verði með sama móti og síðustu ár.

600 manna fjölgun á 10 árum

Gangi háspáin eftir og eldið nái 30 þúsund tonnum eftir 10 ár er því spáð að rúmlega 4.600 manns búi í Ísafjarðarbæ árið 2034 en íbúarnir eru nú nákvæmlega 4.000 samkvæmt nýjustu tölum Þjóðskrár. Það gerir um 15% íbúafjölgun á 10 árum.

Miðað við háspána þarf 2.019 íbúðir í sveitarfélaginu í lok spátímans er þær eru nú 1.773. Það þarf því að fjölga íbúðum um tæplega 250 eða um 25 á ári.

Miðspáin sem gerir ráð fyrir minni aukningu í laxeldinu spáir því að íbúarnir verði 4.400 í lok spátímans og að það þurfi 17 – 20 nýjar íbúðir á ári.

Lágspáin miðar við tæplega 4.200 íbúa eftir 10 ár og að byggja þurfi tæplega 80 íbúðir á tímabilinu.

Skipulags- og mannvirkjanefnd vísaði húsnæðisáætlun Ísafjarðarbæjar 2025 til umræðu í bæjarráði. Bæjarráð samþykkti drög að húsnæðisáætlun Ísafjarðarbæjar 2025 og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja áætlunina. Áætlunin er á dagskrá fundar bæjarstjórnar á morgun.

Auglýsing

Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing
Auglýsing

Fleiri fréttir