Í skýrslu rannsóknarnefndar sjóslysa sem birt var í síðustu viku kemur fram að á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða hafi ekki verið talið hægt að taka á móti tveimur slösuðum sjómönnum af Sólborgu RE 27 þann 5. september 2024 um nóttina fyrr en kl 8 að morgni og var lagt til að lögreglan hýsti mennina til morguns. Því var hafnað og var mönnunum komið fyrir á herbergi í sjúkrahúsinu en enginn virtist vita af þeim um morguninn sbr, frétt í gær á bb.is.
Bæjarins besta innti Lúðvík Þorgeirsson, forstjóra HVEST um viðbrögð við skýrslunni.
„Við fengum þessa skýrslu nýlega og erum að fara yfir hana og alla verkferla. Rannsóknarnefnd sjóslysa óskar eftir útskýringum sem við munum að sjálfsögðu útvega. En þurfum jafnframt frá þeim frekari útskýringar/upplýsingar sem við höfum þegar óskað eftir.“
Lúðvík var ekki reiðubúinn að svo stöddu að svara því sem fram kemur í skýrslunni.