Óskað er eftir tilnefningum til bæjarlistamanns Vesturbyggðar árið 2025. Frestur til að senda inn tillögu er til mánudagsins 5. maí næstkomandi.
Viðurkenningin verður afhent þann 17. júní næstkomandi. Henni er ætlað að koma verkum bæjarlistamannsins á framfæri og upphefja hans góðu störf í þágu listarinnar í bæjarfélaginu.
Sú fyrsta sem fékk viðurkenninguna var Rannveigu Haraldsdóttur árið 2021, síðan Signýju Sverrisdóttur árið 2022, Guðnýju Gígju Skjaldardóttur árið 2023, og síðast Birtu Ósmann Þórhallsdóttur árið 2024 en það var í fyrsta skipti sem verðlaunin voru veitt í sameinuðu sveitarfélagi.
Tilnefna má listamenn úr öllum listgreinum, til dæmis hannyrðum, myndlist, útskurði, ritlist, leiklist, tónlist eða öðru. Tilnefningum má gjarnan fylgja rökstuðningur og upplýsingar um störf listamannsins en ekki er gerð krafa um slíkt.
Sérstök valnefnd mun velja hver hlýtur viðurkenninguna. Hún mun hafa innsendar tillögur til hliðsjónar við valið en er heimilt að veita viðurkenninguna listamanni sem var ekki tilnefndur.