Fimmtudagur 17. apríl 2025

Hvalárvirkjun: seinkun í Hæstarétti hefur ekki áhrif

Auglýsing

Sú ákvörðun Hæstaréttar að seinka málflutningi fyrir réttinum til haustins hefur ekki áhrif á undirbúning Vesturverks segir Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi HS Orku og Vesturverks.

Hún segir að verið sé að ljúka skipulagsferli fyrir undirbúningsframkvæmdum, sem eru einkum slóðagerð vegna jarðvegsrannsókna á Ófeigsfjarðarheiði og uppsetning  smærri vinnubúða. Búið er að auglýsa deiliskipulagsbreytingar vegna undirbúningsframkvæmdanna og verið að vinna úr tveimur umsögnum sem bárust frá Náttúrufræðistofnun og Minjastofnun.

Í sumar verður unnið að fornleifaskráningu á framkvæmdasvæðinu í samræmi við umsagnirnar og að undirbúningsframkvæmdum eftir því sem unnt verður.

Næsta skref verður að sækja um framkvæmdaleyfi til sveitarstjórnar Árneshrepps fyrir undirbúningsframkvæmdunum.

Birna sagði að miðað við áætlanir Vesturverks ætti seinkunin fyrir Hæstarétti ekki að valda seinkun á framvindu málsins. Verði niðurstaða Hæstaréttar neikvæð mun það ekki hafa úrslitaáhrif á áform um byggingu Hvalárvirkjunar en getur þó orðið til þess að breyta þarf tilhögun virkjunarinnar fari svo að vatnasvið hennar skerðist í kjölfar niðurstöðu Hæstaréttar.

Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing
Auglýsing

Fleiri fréttir