Laugardagur 12. apríl 2025

Hólmavík: áhyggjur vegna óvissu um byggðakvóta

Auglýsing

Sveitarstjórn Strandabyggðar telur mikilvægt að samningar við Byggðastofnun um sértækt aflamark verði ekki skertir á samningstímabilinu. Fyrir sveitarstjórnina var lagt erindi frá Vilja fiskverkun sem stofnuð var á síðasta ári til þess að koma á fót fiskvinnslu á Hólmavík í stað Hólmadrangs rækjuvinnslu sem var lokað á árinu 2023.

Byggðastofnun gerði samning við Vilja fiskvinnslu var um sértækt aflamark á Hólmavík. Nú er
unnið samkvæmt samningi sem gildir fyrir yfirstandandi fiskveiðiár og til næstu 5 fiskveiðiára þar á eftir. Tilgreind eru í samningi “allt að“ 500 þorskígildistonn á hverju fiskveiðiári.

Frá 1. júlí 2024, þegar vinnsla hófst, og út febrúar 2025, eða á fyrstu 8 mánuðum var unnið úr um 700 tonnum af fiski miðað við slægt magn. Hjá fyrirtækinu starfa nú 20 manns, auk pess hefur þetta úrræði skapað af sér fjölda afleiddra starfa í útgerð, landbeitingu, flutningum o.fl. á staðnum.

Í erindi Vilja fiskvinnslu koma fram áhyggju af skerðingum á sértæka byggðakvótanum. Strax á fyrsta ári samnings var úthlutað magn skert um 7,2% og nú eru miklar breytingar boðaðar innan 5,3% pottsins og finnst þeim sem standa að vinnslunni á Hólmavík óvissan vera óþægilega mikil fyrir nýstofnað fyrirtæki.

Viðraðar eru áhyggjur af skerðingunum og bent á að allar áætlanir og ákvarðanir eru miðaðar við 500 þorskígildistonn út samningstímann.

Til viðbótar þessu liggur fyrir að sá almenni byggðakvóti sem hefur verið úthlutað til Strandabyggðar mun væntanlega skerðast mjög mikið eða jafnvel þurrkast út á næsta ári. Þau árlegu 130 tonn m.v. síðustu ár er á grunni skerðingar landaðs afla af rækju „sem veidd er á íslandsmiðum“. Núverandi viõmiðunarár er fiskveiðiárið 2014/2015, sem mun detta út sem viõmiðunarár á næsta ári miðað við óbreyttar reglur.

„Við vildum því rekja áhyggjur af stöðu okkar og óvissu varðandi þau nýju störf sem tekist hefur að skapa á Hólmavík í kjölfar samningsins. Við teljum mikilvægt að slíkt úrræði sé til staðar óskert í ákveðinn tíma svo það nái tilgangi sínum um jákvæða þróun í atvinnusköpun til lengri tíma litið.“

Auglýsing

Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing

Fleiri fréttir