Laugardagur 12. apríl 2025

Handbolti: Hörður í umspili um sæti í efstu deild

Auglýsing

Handboltalið Harðar stendur frammi fyrir mikilvægum leik þegar liðið mætir Gróttu í öðrum leik umspils um sæti í Olísdeild karla. Leikurinn fer fram þriðjudaginn 8. apríl kl. 19:30 á Ísafirði, og nú skiptir öllu máli að bæjarbúar fjölmenni í íþróttahúsið og hvetji strákana áfram! 

Hart barist í fyrsta leik

Fyrsti leikurinn í umspilinu fór fram í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi þar sem Grótta hafði betur með fjögurra marka mun, 32:28. Harðarmenn sýndu þó mikla baráttu, voru yfir framan af fyrri hálfleik og héldu leikmönnum Gróttu vel við efnið allan leikinn.

Grótta náði einu marki forskoti í hálfleik, 13:12, eftir að hafa verið undir stærstan hluta fyrri hálfleiks. Í síðari hálfleik náðu heimamenn betri tökum á leiknum og tryggðu sér sigur, en það var ljóst að Harðarmenn voru aldrei langt undan.

Miklir möguleikar heima

Nú snýr einvígið til Ísafjarðar – og þar vita allir hvað sterkur heimavöllur getur gert. Með samhentu liði, hörku í vörn og öflugum sóknarleik eigum við fullt erindi í Olísdeildina. Stuðningur bæjarbúa getur skipt sköpum.

Þess vegna hvetjum við alla – unga sem aldna – til að mæta á völlinn og styðja strákana okkar! Þetta er tækifæri til að sýna hvað Ísafjörður getur staðið saman og hvað Hörður hefur í sér.

Allir á völlinn – áfram Hörður!

Auglýsing
Auglýsing

Fleiri fréttir

Auglýsing

Fleiri fréttir