Lögmaðurinn Gunnar Atli Gunnarsson frá Ísafirði hefur gengið til liðs við eigendahóp Landslaga.
Gunnar Atli lauk meistaraprófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2015. Hann öðlaðist réttindi til að flytja mál fyrir héraðsdómi 2017 og útskrifaðist með LL.M gráðu frá University of California, Berkeley, í desember 2021. Hann hefur sinnt kennslu við lagadeild Háskóla Íslands frá árinu 2021 og var skipaður aðjúnkt við deildina árið 2024. Gunnar Atli starfaði áður sem aðstoðarmaður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og sem aðstoðarmaður dómara við Hæstarétt Íslands.
Hann er jafnframt í stjórn Arctic Fish Holding AS (móðurfélag Arctic Fish).