Grjóthrun varð í dag á Súðavíkurhlíð, við svonefnda Skjólhamravík. Féll grjótið á bíl og skemmdi hann. Varð að kalla til lögreglu og sjúkrabíl og var ökumaðurinn fluttur á sjúkrahús.
Hafþór Ingi Haraldsson kom að atvikinu og taldi hann bílinn vera mjög skemmdan ef ekki ónýtan. Hafþór sagði að ökumaður hefði virst vera eitthvað lemstraður en óslasaður.