Föstudagur 18. apríl 2025

Goðdalir er samstarfsverkefni skólanna á Drangsnesi og Hólmavík

Auglýsing

Goðdalir er samstarfsverkefni Grunnskóla Drangsness og Grunnskólans á Hólmavík.


Um er að ræða frumsamið leikrit sem verður sýnt 10. og 11. apríl í Samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi, kl. 17 báða dagana.

Goðdalaverkefnið hefur verið í gangi síðan í haust. Í kjölfar þemasmiðja um goðafræði var Kristín Ragna Gunnarsdóttir rithöfundur fengin til að vera með ritsmiðju þar sem nemendur komu með hugmyndir um tengsl goðafræðinnar við nútímann.

Hugmyndir úr ritsmiðjunni voru svo nýttar til að skrifa leikrit fyrir leikhópinn sem telur 23 nemendur frá 2. – 9. bekk. Það er Kolbrún Erna Pétursdóttir leikkona sem samdi leikritið og leikstýrir hópnum. Þá hafa nemendur saumað fjölda búninga fyrir leikritið úr endurunnum efnum og lært gamalt handverk í leiðinni.

Inn í verkefnið fléttast svo samstarf við Árnastofnun þar sem skólarnir tóku þátt í verkefninu „Hvað er með ásum“ og fengu bæði námsefni í myndlist og fræðslu um nýja handritasýningu Árnastofnunar, „Heimur í orðum“. Í mars fengum við svo Hrafnkel Örn – Kela til að vera með slagverkssmiðju sem við nýtum okkur í leikritinu.

Verkefnið er styrkt af Barnamenningarsjóði og slagverkssmiðjan er styrkt af Púka – barnamenningarhátíð.

Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing
Auglýsing

Fleiri fréttir