Fundaferð Bændasamtaka Íslands og atvinnuvegaráðherra hófst í gær með vel sóttum fundum í Félagslundi í Flóa og í Holti á Mýrum.
Trausti Hjálmarsson, formaður BÍ, og Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra sátu fyrir svörum á fundunum sem bera yfirskriftina Frá áskorunum til lausna.
Nýliðun í landbúnaði, framtíð stuðningskerfis og tollamál voru meðal þeirra málefna sem brenna hvað mest á bændum. Fundargestum gefst tækifæri til að skrá sig til þátttöku í rafrænum umræðuhópum í rannsókn sem unnin verður á vegum atvinnuvegaráðuneytisins.
Markmið fundaferðarinnar er að fá fram hugmyndir bænda til að finna raunhæfar lausnir fyrir framtíð íslensks landbúnaðar.
Fundaröðin heldur áfram í dag og fram til 9. apríl. Dagskráin er eftirfarandi:
8. apríl
- Kl. 12:00 – Barnaskólinn á Eiðum
- Kl. 20:00 – Félagsheimilið Breiðamýri, Þingeyjarsveit
9. apríl
- Kl. 10:00 – Félagsheimilið Hlíðarbær, Akureyri
- Kl. 14:30 – Félagsheimilið Blönduós
- Kl. 20:00 – Hótel Hamar, Borgarnes
Fundir í Reykjavík og á Vestfjörðum verða auglýstir síðar.
Allir sem láta sig framtíð landbúnaðar varða eru hvattir til að mæta og taka þátt í samtalinu.