Alls skráðu 4.769 einstaklingar flutning innanlands í mars til Þjóðskrár. Þetta er fjölgun frá síðasta mánuði eða um 8,9% þegar 4.380 einstaklingar skráðu flutning innanlands. Miðað við sama mánuð á síðasta ári er niðurstaðan fjölgun um 9,6% þegar 4.353 einstaklingar skráðu flutning innanlands.
Þegar horft er til flutninga innan og milli landshluta þá kemur í ljós að 3.074 einstaklingar fluttu lögheimili sl. mánuð á höfuðborgarsvæðinu. Af þeim fluttu 2.762 einstaklingar innan svæðisins.
Á Vestfjörðum fluttu 89 lögheimili í síðusta mánuði. Þar af fluttu fluttu 56 innan landshlutans.
Til Vestfjarða fluttu 33 en 24 fluttu burtu.