Alls var landað 908 tonnum af bolfiski í Bolungavíkurhöfn í marsmánuði.
Togarinn Sirrý ÍS fór 6 veiðiferðir og kom með 535 tonn.
Snurvoðabátarnir Ásdís ÍS og Þorlákur ÍS lönduðu 72 tonnum, þar af Ásdís ÍS 62 tonnum og Þorlákur ÍS 10 tonnum
Tveir línubátar reru í mánuðinum. Fríða Dagmar ÍS fór 19 róðra og landaði 155 tonnum og Jónína Brynja ÍS fór 16 róðra og kom með 146 tonn.