Annasamur sólarhringur hjá áhöfninni á Verði II frá Patreksfirði

Áhöfnin á Verði II, björgunarskipi Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Patreksfirði, stóð í stöngu í gær.

Klukkan tvö aðfararnótt þriðjudags fór Vörður II með lóðs um borð til móts við flutningaskipið Grinna, en skipstjóri þess treysti sér ekki til að sigla skipinu inn án aðstoðar lóðs sökum veðurs.

Vera lóðs um borð varð þó ekki til hjálpar, og lónaði skipið fyrir utan Patreksfjarðarhöfn en Vörður hélt í land og var lagstur að bryggju upp úr þrjú í nótt.

Grinna komst svo að bryggju í morgun.

Rétt um hálfum sólarhring síðar var áhöfnin aftur kölluð út, núna vegna snurvoðarbáts í mynni Patreksfjarðar. Sá hafði fengið veiðarfæri í skrúfuna og komst hvergi.

Rétt fyrir klukkan fjögur síðdegis í gær var búið að koma taug á milli skipanna og stefnan sett inn til Patreksfjarðar þangað sem skipin voru væntanleg rétt upp úr klukkan fimm.

Myndir: Landsbjörg.

DEILA