Samtals hafa 560 bátar fengið leyfi til strandveiða en frestur til að sækja um rennur út þann 22. apríl.
Þeir sem sótt hafa um leyfi er flestir á svæði A 255 á svæði B hafa 99 fengið leyfi á svæði C 72 og 134 hafa fengið leyfi á svæði D.

Á síðasta ári fengu 764 bátar útgefin strandveiðileyfi en 756 bátar sóttu afla á grundvelli strandveiðileyfis.
Samkvæmt nýju reglugerðinni um strandveiðar þarf einn einstaklingur að eiga beint eða óbeint meira en 50% hlut í bát sem gerður er út á strandveiðar. Jafnframt þarf sá sem á meira en 50% í bátnum að vera lögskráður á bátinn og um borð í hverri veiðiferð.