Íslensku varðskipsmennirnir sem voru fangar breta í landhelgismálinu, eftir að þeir höfðu farið í handtökuferð um borð í breskan landhelgisbrjót.
Þeir voru fluttir sem fangar yfir í herskipið Eastbourn þar sem þeim var haldið í 10 daga. „Luxuslíf. Tveir bjórar á dag“, sagði Óli Valur Sigurðsson, skipherra, sem þá var háseti og einn hinna handteknu.
Fangarnir voru settir í árabát að næturlagi rétt undan við Keflavík og þurftu að róa í land. Eastbourn þurfti að komast til Bretlands. Þessi mynd er tekin af föngunum í Selsvörinni í Reykjavík eftir ævintýrið.
Íslendingarnir, sem voru um borð í Eastbourn, komnir í land. Aftari röð, talið frá vinstri; Björn Baldvinsson, 19 ára, ættaður frá Siglufirði, Guðmundur Sörlason, 17 ára, frá Flateyri, Ólafur Gunnarsson , 21 árs, frá Reykjavík, Guðmundur Karlsson, stýrimaður, Hrafnkell Guðjónsson, stýrimaður, Ólafur Valur Sigurðsson, 27 ára, frá Reykjavík. Fremri röð: Jóhannes Elíasson, 17 ára, frá Reykjavík, Hörður Karlsson, 28 ára, ættaður frá Djúpavogi, Karl Einarsson, 23 ára, frá Reykjavík.
Af sarpur.is