Vindorka: ekki tímabært að móta stefnu

Svæðisskipulagsnefnd Vestfjarða hélt 14. fund sinn í lok febrúar sl. og ræddi m.a. um stefnumörkun varðandi vindorku og hvort ástæða væri til þess að móta stefnu um vindorku á Vestfjörðum í
svæðisskipulagi.

Niðurstaða fundarins var að svo stöddu liti svæðisskipulagsnefnd svo á að ekki væri tímabært að móta stefnu um vindorku á Vestfjörðum m.a. með vísan til þess að lagarammi vindorku væri ekki tilbúinn, en við endurskoðun svæðisskipulagsins þyrfti að taka afstöðu til slíkrar stefnumótunar ef lagarammi væri þá orðinn skýr.

Ekki verður því að sinni meira unnið með stefnumótun um vindorku í svæðisskipulagi.

Gert er ráð fyrir vindorkuveri í Garpsdal í Reykhólasveit.

DEILA