Viðurkenndi skjalafals en samt sýknaður

Lárus G. Jónsson viðkenndi fyrir Héraðsdómi Vestfjarða að hafa falsað undirskrift Þorsteins Tómassonar við viðskipti við bílaleigu en það hafi verið samkvæmt samkomulagi og leyfi frá honum.

Lárus hafði samið um kaup á fyrirtækinu Mömmu Nínu af Þorsteini en samningar ekki frágengnir þegar samningurinn við bílaleiguna voru gerðir og sagðist Lárus því ekki hafa getað notast við eigin undirskrift.

Þorsteinn kærðu fölsunina til lögreglunnar og höfðaði lögreglustjórinn á Vestfjörðum mál á hendur Lárusi fyrir Héraðsdómi Vestfjarða fyrir skjalafals.

Þorsteinn bar vitni fyrir dómi og kvað ákærða aldrei hafa staðið við nema hluta af kaupsamningnum þar sem hann hafi ekki greitt skuldir sem hvíldu á félaginu. Þetta hafi leitt til þess að mannorð og lánstraust vitnisins og [D] hefðu hrunið í kjölfarið. Ákærði hafi safnað frekari skuldum og meðal annars ákveðið að taka bíla á langtímaleigu. Ákærði hafi falsað undirritun vitnisins til þess að bílaleigan gæti skoðað lánstraust félagsins. Vitnið hafi yfirhöfuð ekki gefið ákærða heimild til þess að nota nafn sitt í viðskiptum félagsins og hefði aldrei komið slíkt til hugar.

Í niðurstöðu dómara segir að skjalafals sé refsivert og fyrir liggi að Lárus ritaði undir skjöl við bílaleigu með nafni annars manns. En engu að síður var hann sýknaður með þeim rökum að Þorsteinn hafi ekki borið skaða af fölsuninni og að að ákæruvaldinu hafi ekki tekist að sanna að ásetningur ákærða hafi verið annar en að koma á viðskiptum á milli B ehf. og C ehf., hann hafi formsins vegna talið nauðsynlegt að nota nafn fyrri eiganda fyrrnefnda félagsins í því skyni og álitið sig njóta til þess heimildar.

Helgi Jensson, lögrelgustjóri segir í svari til Bæjarins besta að hann hafi verið í samskiptum við ríkissaksóknara vegna málsins, en það liggi ekki enn fyrir ákvörðun frá þeim um hvort þessum dómi verður áfrýjað.

DEILA