Tryggvi Baldur Bjarnason, bæjarfulltrúi N lista nýrrar Sýnar, sem fékk meirihluta í bæjarstjórn Vesturbyggðar í síðustu sveitarstjórnarkosningum, var veitt lausn frá störfum að eigin ósk á bæjarstjórnarfundi í fyrradag. Tryggvi skipaði fjórða sætið á listanum við kosningarnar vorið 2024. Hann er verksmiðjustjóri í Kalkþörungaverksmiðjunni á Bíldudal og hefur búið þar frá 2015.
Sæti Tryggva tekur Þórkatla Soffía Ólafsdóttir. Hún sat áður í bæjarstjórninni á síðasta kjörtímabili.