Föstudaginn 21. mars frá 15:30-18:30 er stefnt að því að halda Vestfjarðamót í skólaskák í Grunnskólanum á Ísafirði.
Nemendur úr öllum vestfirskum grunnskólum hafa þátttökurétt. Keppt verður í eftirfarandi flokkum:
1.-4. bekkur
5.-7. bekkur
8.-10. bekkur
Sigurvegarar í hverjum flokki vinna sér inn keppnisrétt á Landsmótinu í skólaskák, sem verður að þessu sinni haldið á Ísafirði helgina 3.-4. maí.
Áhugasamir skólar/keppendur/forráðamenn vinsamlegast skráið þátttakendur með því að senda tölvupóst á Halldór Pálma Bjarkason, 822-7307, halldorpb@gmail.com