Þessa vertíðarskrínu átti Ásgeir Guðjón Ingvarsson á Ísafirði (1857-1897), sem fórst í sjóróðri með Elíasi Halldórssyni í Hnífsdal 4. nóvember 1897.
Eftir að Ásgeir Guðjón drukknaði fór sonur hans Ingvar Ásgeirsson (1886-1956) að Skjaldfönn á Langadalsströnd og var þar næstu árin. Hann hafði grænmálaða skrínuna með sér þangað og varðveitti hana alla tíð vel í búi sínu, lengst af á Lyngholti á Snæfjallaströnd.
Eftir að ekkja Ingvars, Salbjörg Jóhannsdóttir (1896-1991) flutti frá Lyngholti 1987 var skrínan varðveitt á Hólmavík þar til hún var aftur flutt að Lyngholti 2012.
Af sarpur.is