Þeim sérstöku ásþungatakmörkunum sem hafa verið í gildi á Djúpvegi 61 frá Súðavík að Flugvallarvegi 631, Súgandafjarðarvegi 65, Flateyrarvegi 64, Þingeyrarvegi 622 var aflétt kl. 08:00 í morgun, miðvikudaginn 5. mars 2025.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.
Áréttað er að aðrar takmarkanir á Djúpvegi 61 til Súðavíkur og Vestfjarðavegi 60 að Dynjandavegi 621 verða áfram í gildi.