Vegagerðin: býður út vetrarþjónustu í Vestur Ísafjarðarsýslu

Núpur í Dýrafirði.

Á föstudaginn bauð Vegagerðin  út vetrarþjónustu, þ.e. snjómokstur og hálkuvarnir með vörubifreið í vestur Ísafjarðarsýslu.

Akstur vörubifreiða er áætlaður 11 þúsund km á ári. Gildistími samnings er þrjú ár, þ.e. veturna 2025-2026, 2026-2027 og 2027-2028. Heimild er til framlengingar samnings í allt að tvö ár með samþykki beggja aðila, eitt ár í senn,

Tilboðum skal skilað fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 29. apríl 2025.

Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.

DEILA