Útboð á flugi til Bíldudals og Gjögurs

Bíldudalsflugvöllur. Bíldudalsvegur er frá flugvellinum og inn Arnarfjörðinn og upp á Dynjandisheiði að Helluskarði.

Vegagerðin hefur auglýst rekstur á áætlunarflugi á Íslandi – sérleyfissamningur, á eftirfarandi flugleiðum:

1. (F1) Reykjavík – Gjögur ‐ Reykjavík
2. (F2) Reykjavík – Bíldudalur ‐ Reykjavík

Samningstími er 3 ár, frá 16. nóvember 2025 til 15. nóvember 2028, með möguleika á framlengingu tvisvar sinnum, eitt ár í senn.

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign  frá og með fimmtudeginum 27. febrúar 2025 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 1. apríl 2025.

Norlandair sem sinnir áætlunarflugi á milli Reykjavíkur og Bíldudals hefur flogið þangað flesta daga vikunnar og til Gjögurs hefur flugfélagið flogið tvisvar í viku.

Haustið 2020 gekk Vegagerðin frá samkomulagi við Norlandair um flug á þessum flugleiðum sem var kært til kær­u­nefnd­ar útboðsmá­la. Eft­ir að kær­u­nefnd útboðsmá­la aflétti stöðvun­ar­kröfu tók Vega­gerðin nýja ákvörðun um val til­boða þann 14. októ­ber, það val var einnig kært. 

Kær­u­nefnd útboðsmá­la aflétti stöðvun og heim­ilaði samn­inga þann 30. októ­ber 2020. 

DEILA