Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir (FSRE), auglýsir í dag eftir tilboðum í utanhússviðgerðir að Aðalstræti 92 á Patreksfirði fyrir hönd Ríkiseigna. Húsið hýsir núna lögregluna og sýslumannsembætti Vestfjarða. Verk þetta felur í sér að niðurrif á klæðningu, sprunguþéttingar, endurnýjun glugga og lagfæringar á þaki. Byggja þarf viðbót við anddyri að byggingunni. Áætlað er að verktími verði um 7 mánuðir eða frá 1. maí 2025 þar til 15. október 2025.
Útboð þetta er aðeins auglýst innanlands. Tilboðum skal skilað fyrir 10. apríl n.k. kl 12.