Tæplega 13 þúsund atvinnulausir í landinu

Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða samkvæmt tölum Hagstofunnar og mældist 5,5 prósent í febrúar samkvæmt árstíðaleiðréttum niðurstöðum.

Alls voru 12.900 atvinnulausir á landinu í febrúar, þar af 5.800 karlar og 7.100 konur.

Atvinnuþátttaka var 80,4 prósent og hlutfall starfandi var 76 prósent. Árstíðaleiðrétt hlutfall starfandi dróst saman um 1,4 prósentustig á milli mánaða og atvinnuþátttaka dróst saman um 1 prósentustig.

Áætlað er að 30.600 einstaklingar hafi óuppfyllta þörf fyrir atvinnu. Jafngildir það 12,8% af samanlögðu vinnuafli og mögulegu vinnuafli.

Atvinnuleysi í febrúar.
Þróun atvinnuleysis 16-74 ára síðustu misseri.
DEILA