Strandveiðar: sjómenn verði með lögheimili fyrir vestan

Gylfi Ólafsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar.

Í bókun bæjarráð frá því á mánudaginn um strandveiðar segir að Ísafjarðarbær sé fylgjandi því að breyta strandveiðum í þá átt að meira af afleiddum áhrifum verði eftir í sjávarbyggðunum.

Gylfi Ólafsson, formaður bæjarráðs var inntur eftir því hvaða breytingar hann sæi fyrir sér til þess að ná þessu fram.

Í svari hans segir:

„meðal skilyrða sem auka ábata heimabyggða af strandveiðum eru að sjómenn eigi bátana sína, að þeir séu með heimilisfesti í þeim bæjarfélögum sem um ræðir og félögin skráð þar einnig. Þannig þarf einnig að líta til þess að útsvar er megintekjustofn sveitarfélaga, og skilyrði og takmarkanir sem tryggja að útsvar verði eftir í heimabyggð ná þessum markmiðum.“

DEILA